Ilse Crawford hannar dásamlega línu fyrir Ikea

Ilse Crawford hannar nýja línu fyrir Ikea.
Ilse Crawford hannar nýja línu fyrir Ikea.

Eftir gríðarlegar vinsældir tímabundnu SINNERLIG-línunnar fyrir nokkrum árum, er það sérstakt gleðiefni að IKEA og breski hönnuðurinn Ilse Crawford ætli að taka höndum saman á ný. Samstarfið mun aðallega snúast um smávöru fyrir heimilið; litlu hlutina sem krydda umhverfið og gera heimilið persónulegt og hlýlegt. Markmiðið með þessu endurnýjaða samstarfi er að gefa sem flestum kost á sígildri, sjálfbærri og tímalausri hönnun á góðu verði.

„Það er efsta lagið sem gerir hvern stað sérstakan. Vasi sem gerir blómum hátt undir höfði, kertastjakar sem eru til prýði einir og sér og áferðarfallegir blómapottar sem njóta vonandi vinsælda,“ segir Ilse Crawford. „Þegar við hönnum fyrir heimilið leggjum við áherslu á litlu hversdagslegu hlutina, sama hve litlir þeir virðast. Við köfum djúpt í efnisval og áferð og búum til hluti sem eru svo fallegir að þig langar ekki að skilja við þá,” bætir hún við.

Árið 2015 kom SINNERLIG-línan á markað, sem var fyrsta samstarfsverkefni IKEA og Ilse Crawford. Línan naut mikilla vinsælda og SINNERLIG-loftljósið er til dæmis orðið klassík og er hluti vöruúrvalsins í dag. Í þetta skiptið, og í mótvægi við SINNERLIG, ætla IKEA, Ilse Crawford og teymið hennar núna að vinna saman til lengri tíma og skapa vörur sem koma inn í vöruúrvalið á næstu rúmum tveimur árum. Þær fyrstu eru væntanlegar í verslanir IKEA haustið 2021 og svo má búast við fleiri vörum með nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál