Góður pallur er fjárfestingarinnar virði

Góður pallur er gulls ígildi.
Góður pallur er gulls ígildi. mbl.is/Colourbox

Viðarvörn er meðal annars notuð til að ná fram lit, gljáa og útliti sem óskað er eftir. Hægt er að setja á viðaryfirborð glær hálfþekjandi og þekjandi efni. Viðarvörn verndar yfirborðið gegn óhreinindum, gráma, fúa, vatni og veðrun. Lykilatriði í vörn viðarvarnar er tvíþætt; að hindra að sólarljós komist að viðaryfirborðinu og halda rakastigi viðarins lágu.

Góð undirvinna er jafnan forsenda góðs árangurs. Gott er að ná viðarkvoðu úr kvistum með því að skrapa hana í burtu og þrífa með terpentínu. Þá er gott að bera Viðar-grámahreinsi á viðinn og nota skrúbb til að fjarlægja sveppavöxt, myglu og fleira.

Viðar-pallaolía er ætluð til notkunar á við utanhúss og hentar sérstaklega vel á sólpalla og viðarhúsgögn. Olían inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun. Olían frískar útlit viðarins og kemur í veg fyrir ofþornun og spurngumyndun.

Viðar pallaolían fæst í Slippfélaginu.
Viðar pallaolían fæst í Slippfélaginu.

Það ættu allir að finna leiðir til að gera pallinn fallegan í sumar og það vinsælasta í dag er klassískir jarðlitir í möttum ljósum tónum. Liti á borð við ljósbrúnan og koksgráan ættu allir að skoða.

Grár viður er vinsæll um þessar mundir.
Grár viður er vinsæll um þessar mundir. mbl.is/Colourbox
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál