Keypti þriðja húsið í Beverly Hills

Það er brjálað að gera hjá söngkonunni Adele í fasteignakaupum.
Það er brjálað að gera hjá söngkonunni Adele í fasteignakaupum. Skjáskot/YouTube

Tónlistarkonan Adele festi nýverið kaup á sinni þriðju fasteign í Beverly Hills-hverfi í Los Angelesborg í Bandaríkjunum. Kaupverð eignarinnar var 10 milljónir bandaríkjadala. 

Húsið er 512 fermetrar að stærð og í því eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Fimm ár eru síðan Adele keypti sína fyrstu fasteign í hverfinu á 9,5 milljónir bandaríkjadala. Aðra eignina keypti hún árið 2019 fyrir 10,6 milljónir, skömmu eftir að hún skildi við eiginmann sinn Simon Konecki. 

Húsið sem hún keypti árið 2019 er við hlið fyrsta hússins. Telja fjölmiðlar vestanhafs að Konecki búi í húsi númer tvö.

Hús númer 2.
Hús númer 2. Ljósmynd/Realtor

Adele er ein tekjuhæsta söngkona í heiminum í dag. Nú á hún fasteignir í Beverly Hills að verðmæti yfir 30 milljónir bandaríkjadala eða um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Þrátt fyrir það er tónlistarkonan eins og við hin, elskar góð tilboð, en hún sást á útsölumarkaði í Los Angeles um síðustu helgi. 

Adele fyrir utan nýja heimilið sitt hinn 12. júlí síðastliðinn.
Adele fyrir utan nýja heimilið sitt hinn 12. júlí síðastliðinn. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál