Davíð keypti húsið við hliðina á Hrólfsskálavör 2

Davíð Helgason keypti Steinavör 10. Hér sést hann og hús …
Davíð Helgason keypti Steinavör 10. Hér sést hann og hús hans að Hrólfsskálavör 2. Samsett mynd

Davíð Helgason, stofnandi Unity, keypti hús í Steinavör 10 á Seltjarnarnesi í síðasta mánuði á 500 milljónir að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Athygli vekur að Davíð á einnig næsta hús við hliðina sem stendur á lóð Hrólfsskálavarar 2. 

Smartland greindi frá því í fyrra að Davíð hefði keypt Hrólfsskálavör 2. Húsið var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda Wow air, en Davíð keypti húsið af Arion banka. Á einu ári hefur Davíð því keypt tvö hús á um einn milljarð á sama blettinum. 

Við Steinavör 10 stendur einbýlishús byggt árið 1952 og er fasteignamat hússins 98 milljónir króna. Lóðin er afar stór og verðmæt en hún er fimm þúsund fermetrar að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. 

Á fasteignavef mbl.is mjá sjá að enn eru til sölu lóðirnar Hrólfsskálavör 1 og Steinavör 12. 

Af fasteingavef mbl.is: Hrólfsskálavör 1

Af fasteignavef mbl.is: Steinavör 12

mbl.is