Bústaður með partípall í Bláskógabyggð

Bústaðurinn stendur á fallegum stað og er með góðum partípalli.
Bústaðurinn stendur á fallegum stað og er með góðum partípalli. Ljósmynd/Eignamiðlun

Í landi Efsta-Dals í Bláskógabyggð er að finna dásamlega fallegan bústað, með stóran pall, heitan pott og einstaka, alltumlykjandi náttúru. Bústaðurinn er einstaklega smekklega innréttaður og hefur greinilega verið tekinn í gegn fyrir ekki svo löngu. 

Þrjú svefnherbergi eru í bústaðnum og svefnloft er yfir hluta hússins. Húsið er málað í dökkum lit og veröndin og skjólveggirnir líka. Inni er panellinn málaður í ljósum lit. Í eldhúsinu er svört eldhúsinnrétting með viðarplötu. Á alrýminu sem og herbergjum er harðparket á gólfum en á baðherberginu er korkur. 

Úr bústaðnum er stutt í Úthlíð, Gullfoss og Geysi og um 10 mínútna akstur er á Laugarvatn. Ásett verð eignarinnar er 34.900.000 krónur.

Af fasteignavef mbl.is: Efsti-Dalur 35

Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
Ljósmynd/Eignamiðlun
mbl.is