Hannes og Halla keyptu 165 milljóna hús

Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.
Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.

Hannes Þór Halldórsson fótboltamaður og óskabarn þjóðarinnar á íþróttavellinum og eiginkona hans, Halla Jónsdóttir, hafa fest kaup á einu fallegasta raðhúsinu í Fossvogi. Húsið stendur við Sævarland 20, sem er innst í götu og alveg við útivistarsvæði sem skilur að Sævarland og Ljósaland. 

Það er ekki skrýtið að Hannes og Halla hafi fallið fyrir húsinu því allt val á innréttingum, gólfefnum og stíl er sérstaklega útpælt. Garðurinn fyrir utan húsið er líka mjög vel heppnaður en heiður á hönnuninni á þar síðasti eigandi hússins sem endurnýjaði það mikið í kringum 2007. 

Áður bjuggu Hannes og Halla í Ljósalandi sem þýðir að þau geta nánast rölt með búslóðina yfir á nýja heimilið en þau fá húsið afhent í október. 

mbl.is