Sigurjón Sighvats og Sigríður selja 200 milljóna landareign

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segist finna fyrir því að hann sé …
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segist finna fyrir því að hann sé að eldast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og eiginkona hans Sigríður Jóna Þórisdóttir kennari og sálfræðingur eru eigendur glæsilegrar jarðar á Hellnum á Snæfellsnesi. Um er að ræða 110 hektara lóð með 365 fm húsi sem búið er að endurnýja mikið. Nú er jörðin komin á sölu og er föl fyrir 200 milljónir. 

Bæjarstæðið er afar fallegt. Húsið sjálft stendur á góðum stað og er útsýni úr því stórbrotið og heillandi. Í húsinu eru fallegar innréttingar og gólfefni. Ljósir litir fá að njóta sín í bland við litríka borðstofustóla og málverk.

Sigurjón og Sigríður hafa búið um allan heim og lengi í Los Angeles. Hér hafa þau hins vegar átt skjól frá skarkala heimsins og kunnað að meta það. 

Eins og sést á myndunum er fallegt um að litast og kyrrðin leynir sér ekki. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarbrekka Hellnum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál