Töfrandi piparsveinaslot í Vesturbænum

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í þessari 70 fm íbúð á besta stað í Vesturbænum má sjá hvernig plássið er nýtt sem best til þess að hafa það sem allra best. Sænska móðurskipið IKEA kemur eins og himnasending en í eldhúsinu er svört innrétting frá fyrirtækinu sem er með framhliðum úr endurunnu plasti. Búið er að koma fyrir eyju og eru eldhús og stofa flæðandi í sama rými. 

Marmari er á eyjunni og pláss fyrir tvo barstóla. Á veggnum á móti er gott skápapláss en þar er líka vaskur og eldavél. 

Svefnherbergið í íbúðinni minnir á hótelherbergi nema hvað fataskápurinn er töluvert stærri en gengur og gerist á hefðbundnu hótelherbergi. Þar eru opnir IKEA-skápar í forgrunni og er gifsað í kringum þá til þess að gera útlitið vandaðra. Eins og sést á myndunum er fötunum raðað upp af mikilli smekkvísi. 

Það kemur kannski ekki á óvart því eigandi íbúðarinnar heitir Egill Ásbjarnarson og rekur hann verslunina Suitup Reykjavík ásamt félögum sínum. 

Heildarmyndin á íbúðinni er glæsileg og augljóst að mikill metnaður hefur verið lagður í að búa til nútímalegt umhverfi sem umvefur og skapar ró. 

Af fasteignavef mbl.is: Flyðrugrandi 16

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál