Barbííbúð Mattel-fjölskyldunnar á sölu

Nicole Sassaman hefur sett barbí-íbúð sína í Los Angeles á …
Nicole Sassaman hefur sett barbí-íbúð sína í Los Angeles á sölu. Íbúðin var í eigu hjónanna sem stofnuðu leikfangafyrirtækið Mattel sem framleiðir barbídúkkurnar frægu. Ljósmynd/Douglas Elliman

Barbí-penthouseíbúðin sem var í eigu stofnenda leikfangaframleiðandans Mattel er til sölu. Ruth og Elliot Handler, hjónin sem stofnuðu Mattel og bjuggu til barbídúkkurnar vinsælu, áttu íbúðina en hún hefur verið gerð upp í barbístíl. 

Innanhússhönnuðurinn Nicole Sassaman keypti íbúðina af Barböru Segal, dóttur Handler-hjónanna, og breytti henni í mjög smekklega barbííbúð. Íbúðin er tæpir 300 fermetrar og er í miðborg Los Angeles. 

Ásett verð er tæpar 10 milljónir bandaríkjadala eða tæpir 1,2 milljarðar íslenskra króna. 

Sassaman lagði mikið upp úr því að gera íbúðina upp. Hún, eiginmaður hennar og 15 ára dóttir ætla að flytja burt frá Los Angeles til að lifa einfaldara lífi og því hafa þau sett búiðna á sölu. 

„Ég er tilbúin að leyfa einhverjum öðrum að eiga dúkkuhúsið. Það er hollt að kenna dóttur minni að flytja og skilja sig frá hlutum, því ekkert varir að eilífu. Það er hluti af ástæðunni, ég þarf að sleppa tökunum og fara að gera eitthvað nýtt,“ sagði Sassaman í viðtali við The New York Post.

Að sögn Sassaman var Segal djúpt snortin eftir að hún gerði íbúðina upp. Þegar íbúðin var tilbúin fékk hún að skoða hana og skildi eftir skilaboð til Sassaman: „Ég vissi ekki að þú elskaðir barbídúkkur svona mikið, og það snerti mig djúpt að sjá hvernig þú vannst verkefnið út frá henni. Ég vildi óska að foreldrar mínir gætu séð hvað þú hefur gert,“ skrifaði Segal. 

Foreldrar hennar eru bæði látin en Elliot lést 2001 og Ruth árið eftir. Ruth hannaði dúkkuna frægu með dóttur sína í huga og nefndi hana eftir henni. Ken-dúkkuna nefndi hún svo eftir syni þeirra hjóna, Kenneth.

Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
Ljósmynd/Douglas Elliman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál