Skandinavískur mínimalismi í hávegum hafður í Álftamýri

Stofan getur zen-að hvaða stressbolta sem er.
Stofan getur zen-að hvaða stressbolta sem er. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í Álftamýri í Reykjavík er að finna einstaklega smekklega og fallega íbúð í blokk sem byggð var 1963. Þar hafa fagurkerar búið sér fallegt heimili. Stofan er sérlega hugguleg í björtum náttúrulegum tónum. 

Í stofunni er að finna sófaeiningar úr Ikea sem þykja einstaklega þægilegar á sama tíma og þær eru mikið fyrir augað. Skandínavískur mínimalismi er einkennandi fyrir stofuna sem getur zen-að hvaða stressbolta sem er.

Mínimalisminn er einnig í hávegum hafður í eldhúsinu sem er málað í fallegum ljósbrúnum lit. Eldhúsinnréttingin er hvít og engir efri skápar gera það opnara og bjartara.

Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi. Ásett verð er 61.900.000 krónur. 

Af fasteignavef mbl.is: Álftamýri 56

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál