Penthouse-íbúð J.Lo selst ekki

Jennifer Lopez hefur ekki enn fundið kaupanda að íbúð sinni …
Jennifer Lopez hefur ekki enn fundið kaupanda að íbúð sinni í New York. AFP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez á enn í erfiðleikum með að selja penthouse-íbúð sína í New York borg í Bandaríkjunum. Íbúðina setti hún fyrst á sölu í október árið 2017 og nú tæpum fjórum árum síðar er hún enn á sölu. 

Íbúðin er í Whitman húsinu við Madison Square á Manhattan í New York borg. Íbúðina keypti hún árið 2014 á 20,16 milljónir bandaríkjadala. Hún komst þó fljótt að því að staðsetningin væri ekki sú hentugastaa fyrir stórstjörnu samkvæmt heimildarmanni New York Post

Lopez lækkaði ásett verð árið 2019 um tæpa tvær milljónir bandaríkjadala en enn seldist íbúðin ekki. 

Íbúðin er rúmlega 600 fermetrar, er á nokkrum hæðum og með 278 fermetra útisvæði. Alls eru svalirnar fjórar. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni og ellefu baðherbergi.

Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
Ljósmynd/Realtor
mbl.is