Útsaumaður sófi með Opal-pakka vekur athygli í Kaupmannahöfn

Listamaðurinn Loji Höskuldsson á heiðurinn af útsaumuðum sófa sem prýðir sýninguna CHART art fair í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur yfir um helgina og hefur þetta listaverk vakið mikla athygli. 

Sófinn, sem er tíu metra langur, er frá danska hönnunarmerkinu HAY. Þegar búið er að bródera í sófann kallast listaverkið „The Aftermath of a garden party“. 

Íslenski Opal-pakkinn fær sitt pláss á armi sófans en þar má sjá önnur vörumerki eins og Faxe Konde sem er danskur gosdrykkur og svo er stutt í Gammel Dansk flöskuna. 

mbl.is