Lilja vill fá 295 milljónir fyrir höllina í Arnarnesi

Lilja Hrönn Hauksdóttir hefur rekið verslunina Cosmo síðan 1987.
Lilja Hrönn Hauksdóttir hefur rekið verslunina Cosmo síðan 1987. mbl.is/Styrmir Kári

Lilja Hrönn Hauksdóttir sem oft er kennd við tískuverslunina Cosmo vill fá 295 milljónir fyrir 516 fm einbýli sitt í Arnarnesi. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni og var byggt 1980. Húsið býr yfir töfrum og glæsileika án hliðstæðu. 

Smartland greindi frá því fyrir um ári síðan að Lilja hefði sett húsið á sölu. Í fasteignaauglýsingu í fyrra var greint frá því að fólk gæti gert tilboð í húsið. Nú er hinsvegar kominn verðmiði á glæsivilluna. 

Þá sem hefur alltaf dreymt um að lifa í höll ættu að skoða húsið nánar. Það eru forréttindi að geta gengið á milli hæða í hringstiga sem svipar til hringstigans á Southfork í Dallas-þáttunum. Í húsinu eru líka marmaraklædd gólf, heitur pottur, tíu herbergi og útsýni út á sjó. Í húsinu er einnig úti-arinn ásamt inni-arni og í kringum húsið er stór og myndarlegur garður sem búið er að leggja mikinn metnað í. 

Stíllinn á heimili Lilju og fjölskyldu hennar er einstakur. Vönduð og heillandi húsgögn ráða ríkjum og er að finna töluvert magn af listaverkum og styttum sem gera húsið mjög sjarmerandi.

Af fasteignavef mbl.is: Haukanes 13

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál