119 milljón króna fjölskyldueign í Laugarnesinu

Tvær íbúðir hafa verið sameinaðar í eina í Laugarneshverfinu.
Tvær íbúðir hafa verið sameinaðar í eina í Laugarneshverfinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Á besta stað í Laugarneshverfinu er að finna einstaka eign sem er fullkomin fyrir stóra fjölskyldu. Um er að ræða tvær íbúðir á tveimur hæðum sem er búið að sameina í eina eign. Búið er að opna á milli hæða en auðvelt er að loka aftur milli. 

Á efri hæðinni er að finna einstaklega fallegt og bjart eldhús með hvítri glansandi innréttingu. Fimm svefnherbergi eru í íbúðunum og þar hefur eitt verið innréttað sem einstaklega smekklegt fataherbergi. Vandaður stigi er á milli hæðanna.

Efri íbúðin er 108,8 fermetrar en sú neðri 78,2 fermetrar, Með fylgir svo 32 fermetra íbúð svo um er að ræða 219 fermetra í heildina. 

Á neðri hæðinni er sjónvarpsherbergi og þaðan er útgengt á pall með heitum og köldum potti. 

Ásett verð er 119.900.000 krónur. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugateigur 12

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is