Vínskápur setur svip á heimilið

Vínskápurinn endurspeglar lífstílinn á heimilinu. Þar sem allt er gott …
Vínskápurinn endurspeglar lífstílinn á heimilinu. Þar sem allt er gott í hófi. mbl.is/Instagram

Innanhúshönnuðurinn Denice Lindell býr í einstaklega glæsilegu húsi frá 19. öld í Svíþjóð. Hún er með fallegan smekk og kann betur en margir aðrir að láta fara vel um vínflöskurnar inn í  skáp í eldhúsinu sínu. 

Það eru margir sem kunna að fá sér eitt vínglas með mat og vilja hafa hönnun heimilisins þannig að í kringum vínskápinn myndast þægileg stemning. Það sem virkar vel í þessu samhengi er að velja stórt rými inn í eldhúsinu og að blanda fleiri hlutum inn í skápinn. 

Þegar farið er inn á skemmtistaði er vanalega bar, há tónlist og fullt af fólki. 

Þeir sem vilja búa til hreiður inn á fjölskylduheimilinu fyrir vínið, gera andstæðuna við þetta. Setja bækur inn í skápinn, fallegan við og rómantíska lýsingu sem minnir á að áfengið þarf ekki að taka yfir rýmið. 

Það er hátt til lofts og vítt til veggja inn á heimili Lindell. Eldhúsið er hvítt með marmara sem tónar vel við gráa liti á veggjunum. Parketið á gólfinu er hlýlegt og notar hún við í sama stíl inn í vískápinn sinn. 

Birtan spilar stórt hlutverk inn á heimilinu og veit hún fátt notalegra en að vera vakin við sólina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál