Þóra Karítas flytur af Leifsgötu

Þóra Karítas Árnasdóttir hefur sett íbúð sína og fjölskyldunnar á …
Þóra Karítas Árnasdóttir hefur sett íbúð sína og fjölskyldunnar á sölu.

Þóra Karítas Árnadóttir, rithöfundur og sjónvarpskona, hefur sett íbúð sína og unnusta síns, Sigurðar Guðjónssonar, á sölu. 

Um er að ræða 99 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Leifsgötu. Fjölbýlishúsið var byggt 1938 og státar íbúðin af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Heimili Þóru og Sigurðar er mínimalískt og fallegt. Stofan og eldhús mætast og er opið á milli rýmanna. Í stofunni fær rauðbrúnn litur að njóta sín en í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með efri skápum sem ná upp í loft. 

Baðherbergið er nýlega uppgert með hvítum frönskum flísum á veggjum og munstruðum flísum á gólfinu. 

Eins og sést á myndunum hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir á þessum góða stað í 101 Reykjavík. 

Af fasteignavef mbl.is: Leifsgata 15

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is