Lóðir Skúla seldust upp samstundis

Skúli Mogensen hefur selt allar lóðirnar í Hvammsvík.
Skúli Mogensen hefur selt allar lóðirnar í Hvammsvík. mbl.is/Andri Steinn

Lóðirnar þrjátíu Í Hvammsvík sem Skúli Mogensen, athafnamaður og fyrrverandi forstjóri WOW air, setti á sölu fyrir helgi seldust upp nánast samstundis.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Gunnar Sverrir Harðarson fasteignasali að strax hafi myndast biðlisti eftir lóðunum en þær voru auglýstar á laugardag.

Lóðirnar voru þrjátíu og áður en þær fóru á sölu höfðu átta verið teknar frá. Verðið á þeim var frá sex og upp í fimmtán milljónir króna.

Lóðirnar eru í Hvammsvík í utanverðum Hvalfirði.
Lóðirnar eru í Hvammsvík í utanverðum Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál