Vesturbæjaríbúð sem fær hjartað til að slá hraðar

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Vesturbærinn er alltaf jafneftirsóttur og sér í lagi nýju blokkirnar við Grandaveg. Nú er einn gullmoli í þeirri blokk kominn á sölu. Um er að ræða 131 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 2016. 

Allar innréttingar í íbúðinni eru einstaklega vandaðar. Í eldhúsi er bæsuð eikar-innrétting með granít-borðplötum. Fyrir ofan eyjuna er Elica-háfur ein þeir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Sérstaklega í nýjum húsum. Í eldhúsinu fá falleg keramik-listaverk eftir Margréti Jónsdóttur, leirkerasmið á Akureyri, sitt pláss. 

Eldhús er opið inn í stofu sem hefur að geyma bæði stofu og borðstofu. Íbúðin er búin einstökum húsgögnum sem skapa hlýleika og mýkt. Ljósið fyrir ofan borðstofuborðið setur svip sinn á rýmið en það er frá Flos og heitir 2097 og fæst í versluninni Casa. 

Á gólfunum er súkkulaðibrúnt parket sem fer vel við hvítmálaða veggi og vönduð húsögn. 

Af fasteignavef mbl.is: Grandavegur 42A

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is