Ódýrasta og minnsta parhúsið í 101

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Draumurinn um sérbýli er sterkur hjá landanum og líka draumar um að búa í 101 Reykjavík. Hér getur þú sameinað þetta tvennt með því að festa kaup á einu minnsta og ódýrasta parhúsi landsins sem stendur við Óðinsgötu 18. Húsið kostar 40,9 milljónir. 

Um er að ræða 51 fm parhús sem byggt var 1924. Húsið þarfnast svolítillar ástar og því væri ekki úr vegi að húsið kæmist í hendur á fólki sem kynni að meta það. Húsið stendur við Óðinsgötu en er bakhús þannig að ónæði frá umferð er sáralítið.

Í eldhúsinu er hvít innrétting með svörtum höldum. Parket er á gólfum og hefur baðherbergi verið endurnýjað nýlega. Eins og sjá má á myndunum gæti þetta verið eitthvað fyrir þá sem vilja lifa drauminn sinn.

Af fasteignavef mbl.is: Óðinsgata 18

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál