Draumaíbúð fyrir þá sem vilja búa á Akranesi

Hefur þig lengi dreymt um að búa á Akranesi? Ef svo er þá gæti þessi íbúð við Brúarflöt verið klæðskerasniðin fyrir þig. Um er að ræða 124 fm íbúð sem er í húsi sem var byggt 2004. Búið er að endurnýja íbúðina mikið. 

Nýlega var nýtt parket lagt á íbúðina svo eitthvað sé nefnt. 

Eldhúsið og stofa eru í sameiginlegu rými. Eldhúsinnréttingin er hvít sprautulökkuð og háglansandi. Borðplötur eru með marmaraáferð og passa vel við innréttinguna. 

Eins og sést á myndunum hefur verið nostrað við íbúðina. 

Af fasteignavef mbl.is: Brúarflöt 4

mbl.is