Taktu þátt í stóra IKEA-deginum í dag

Í dag fagnar IKEA öllu því besta við heimili með fyrstu IKEA Festival; alþjóðlegri hátíð sem stendur í heilan sólarhring. Listafólk, hönnuðir, plötusnúðar, kokkar og fjöldi annarra hæfileikabúnta breyta heimilum sínum í stafræn svið og bjóða okkur upp á nýjar upplifanir. Viðburðurinn var að hefjast núna og verður í sólarhring. 

Heimilið hefur aldrei verið mikilvægara en núna, á tímum sem hafa oft tekið á. IKEA bregst við með að opna dyrnar og halda glæsilega hátíð sem má bæði fylgjast með á vefnum og upplifa beint í nokkrum verslunum í heiminum. Þar koma fram listamenn, tónlistarfólk, matreiðslufólk, hönnuðir og fleiri skapandi hugar. Þetta er ný tegund hátíðar sem fer fram inni á heimilum, vinnustofum listamanna og íbúðahverfum um allan heim. Þar verður stofum, eldhúsum, svefnherbergjum og bakgörðum breytt í stafræn svið með fjölbreyttri skemmtun. Allt í allt fer IKEA Festival fram á yfir 100 heimilum á meira en 50 mörkuðum um allan heim, og aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Hátíðin er innblásin af sýn IKEA um að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta.

„IKEA vill með þessari hátíð bjóða upp á nýja reynslu; fagna, tengjast og taka þátt í heimilislífi um allan heim. Heimsóknir á heimili í öllum heimshornum munu opna dyr að nýrri reynslu og nýjum hugmyndum. Við viljum kveikja neistann að samtali um sjálfbær og hagkvæm heimili morgundagsins. Eins og á öllum hátíðum má líka búast við einhverju óvæntu,“ segir Erika Intiso, stjórnandi IKEA Marketing and Communication AB.

Fyrirkomulagið og dagskráin

Hátíðin fer fram á IKEA.com og í verslunum IKEA víðsvegar um heiminn. Þar er sest niður í heimilisstúkunum og velt vöngum yfir hvað skipti fólk mestu máli á heimilinu. Í öðrum herbergjum verða málefni líðandi stundar rædd og fréttir af IKEA, til að bjóða áhorfendum upp á breitt úrval af efni.  

Áhorfendur koma til með að fylgjast með listamönnum halda tónleika heima í stofu eða í stúdíóinu og plötusnúðum sem halda uppi fjörinu hver af öðrum. Áhugafólki um innanhússhönnun er boðið í bæinn hér og þar um heiminn til að fá góðar hugmyndir og sjá hvernig hönnuðir og samstarfsaðilar IKEA, bæði fyrrverandi og núverandi, starfa á sínum vinnustofum. Gestir geta einnig búist við matreiðsluþáttum, áskorunum og heimsóknum þar sem heilsusamlegar og umhverfisvænar uppskriftir eru í aðalhlutverki. Það verður spjallað við eldhúsborðið um áríðandi málefni eins og hringrásarhagkerfið, loftgæði, leik og rými. Tölvuleikjaspilarar geta kíkt í heimsókn og skoðað nýju tölvuleikjalínuna. IKEA opnar einnig dyrnar með sérstökum viðburðum í útvöldum verslunum og í streymi, og veita aðgang að því sem er í gangi í IKEA einmitt núna, allt frá verksmiðjugólfinu í Zbąszynek í Póllandi, til tilraunastofunnar í Älmhult í Svíþjóð. Aðdáendur IKEA geta ferðast aftur í tímann í stafrænu safni og fræðst um áhugaverða og ríka sögu fyrirtækisins undanfarna áratugi.

„Heimilislífið hefur öðlast nýja merkingu undanfarið rúmt ár og með því að tengjast rafrænt getum við opnað dyrnar að fleiri stöðum um allan heim; skoðað hvernig við högum lífi okkar og fagnað sköpunargáfunni. Fyrsta IKEA Festival verður stærsti viðburður okkar á heimsvísu hingað til og kemur til með að hampa heimilislífinu á nýjan hátt, bæði rafrænt og í raunheimum,“ segir Olivia Ross Wilson, Communications Director, Ingka Group.

Festival herbergin:

Á heimaslóðum

Heimili er þar sem hjartað er. Við sláumst í för með listamönnum eins og MØ, Kanis, Niki og Masego sem sýna okkur borgina sína, hverfið og samfélagið – og stíga á stokk.

HÉR getur þú fylgst með!


Heimatónleikar

Hækkaðu í græjunum og njóttu tónleikanna – beint frá persónulegasta sviði heims; heimili tónlistarfólksins.

HÉR getur þú fylgst með! 
 
Heimilismatur

Stingdu inn nefinu þar sem ilmurinn er svo lokkandi. Þú færð innblástur frá matreiðslufólki um allan heim þar sem þau elda gamla góða rétti í bland við eitthvað nýtt og spennandi. Meðal kokkanna sem við hittum eru Pasta Queen og Paul Svensson.

Heimsóknir

Velkomin í heimsreisu þar sem ókunnugir og aðrir kunnuglegri, eins og Ilse Crawford, deila með okkur hjartfólgnasta staðnum þeirra; heimilinu.

HÉR getur þú farið í heimsókn til fólks. 

 
IKEA safnið

Hefur þig alltaf dreymt um að komast á IKEA safnið? Nú er tækifærði til að ferðast aftur í tímann og kanna allt sem IKEA hefur gert og hefur mótað fyrirtækið; það góða, það slæma, það fallega og það ljóta.

HÉR getur þú ferðast á IKEA safnið!

 
IKEA fréttir

Ferðastu um heiminn og hittu starfsfólkið okkar og samstarfsaðila - í versluninni, verksmiðjunni, á skrifstofunni eða í stúdíóinu; til dæmis fyrrum samstarfsaðila okkar, Virgil Abloh.

HÉR getur þú fengið nýjustu IKEA fréttirnar! 


Breytt og bætt

Hugmyndir og leiðsögn um hvernig má skipuleggja hirslurnar betur, gera eldhúsið matreiðsluvænna eða einfaldlega hvernig má hressa upp á heimilið með skemmtilegum aukahlutum.

HÉR getur þú upplifað nýjar hugmyndri. 
 

Innkaupaleiðangur með …

Með hverjum myndir þú vilja fara í innkaupaleiðangur til að fá nýjar hugmyndir fyrir heimilið? Þau eru tilbúin til að leiða þig áfram og versla allan daginn í IKEA.

HÉR getur þú farið í innkaupaleiðangur! 

Eldhússpjall

Vertu með í samtalinu um gleði og áskoranir sem fylgja daglegu heimilislífi. Starfsfólk IKEA hittir áhugavert fólk eins og brimbrettakonuna Kassiu Meador, geimfarann Christer Fuglesang og ævintýrakonuna Renötu Chlumska.


Aðgangur að IKEA Festival er öllum opinn nú þegar á IKEA.is/festival.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál