Guðbjörg og Ottó selja fínasta hús Ægisíðunnar

Kvikmyndaframleiðandinn Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Guðjónsson lýtalæknir hafa sett glæsihús sitt við Ægisíðu á sölu. Húsið er rúmlega 400 fm og teiknað af Sigvalda Thordarsyni. Hjónin hafa búið lengi í húsinu og gert það að sínu. Búið er að endurnýja baðherbergi og fleira. 

Eins og sjá má á myndunum er um einstaka hönnunarperlu að ræða. Húsið er á friðsælum stað og sker hönnunar Sigvalda sig úr þegar keyrt er framhjá húsinu. Við húsið er gróinn garður og einstak útsýni út á sjó. 

Ef þig hefur dreymt um að búa í hjarta vesturbæjarins og geta labbað á sloppnum út í sjó til að synda þá er þetta svo sannarlega eitthvað fyrir þig. 

Hjónin óska eftir tilboði í húsið en fasteignamat þess er 222 milljónir. 

Af fasteignavef mbl.is: Ægisíða 80

Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
Ljósmynd/Krissi
mbl.is