Davíð hreinsar út úr dýrasta húsi Seltjarnarness

Davíð Helgason stendur í miklu framkvæmdum í einbýlishúsi sínu við …
Davíð Helgason stendur í miklu framkvæmdum í einbýlishúsi sínu við Hrólfsskálavör 2.

Davíð Helgason fjárfestir festi kaup á húsi Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í nóvember í fyrra. Húsið er 609 fm að stærð og afar glæsilegt. Ekkert var til sparað þegar húsið var innréttað á sínum tíma en í eldhúsinu voru innréttingar frá Boffi og Poggenphol, gegnheilt fiskibeinaparket var á gólfum og pandamarmari prýddi baðherbergi. 

Húsið er teiknað af Granda Studio og var innanhússhönnun í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. 

Nú er hinsvegar gámur fyrir utan húsið sem hefur að geyma fínu innréttingarnar sem áður prýddu húsið. Iðnaðarmenn vinna dag og nótt við endurbætur á húsinu og fara framkvæmdir ekki framhjá íbúum nærliggjandi húsa. 

Smartland hefur heimildir fyrir því að búið sé að rífa niður bókahillur, innihurðir og fleira. 

Davíð seldi á dögunum stóran hlut sinn í fyrirtækinu Unity og ætti því að hafa efni á að kaupa nýjar innihurðir, hurðarhúna og endurnýja baðherbergi. 

HÉR er hægt að sjá hvernig húsið leit út að innan áður en framkvæmdir hófust. 

mbl.is