Davíð vill reisa útilistaverk við dýrasta hús Seltjarnarness

Davíð Helgason vill reisa útilistarverk í fjörunni fyrir neðan heimili …
Davíð Helgason vill reisa útilistarverk í fjörunni fyrir neðan heimili sitt.

Davíð Helgason fjárfestir og auðmaður hefur óskað eftir leyfi fyrir því að fá að reisa útilistaverk í fjörunni fyrir neðan Hrólfsskálavör 2. 

Erindið barst til skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarness 17. september síðastliðinn. 

Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Arnar Kjartanssonar fyrir hönd Davíðs Helgasonar, dagsett 30.8. 2021, þar sem óskað er álits Seltjarnarnesbæjar á að reisa útilistaverk í fjörunni fyrir neðan Hrólfsskálavör 2.

Nefndin bendir á að samkvæmt fornleifaskráningu eru minjar á svæðinu. Nefndin vísar erindinu til umsagnar hjá menningarnefnd og umhverfisnefnd.

Smartland greindi frá því í gær að miklar framkvæmdir stæðu yfir í húsinu og væri gámur fyrir utan fyrir gömlu innréttingarnar sem prýddu húsið. 

mbl.is