Guðmundur keypti 400 milljóna Arnarnesvillu

Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir hefur keypt sér nýtt hús.
Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir hefur keypt sér nýtt hús. Ljósmynd/Samsett

Guðmundur Örn Þórðarson fjárfestir, sem oft er kenndur við Skeljung, hefur fest kaup á 484 fm einbýli við Þernunes í Arnarnesi. Húsið var byggt 2008 og stendur við sjóinn með útsýni út á Kársnes. Vb.is greinir frá því að Guðmundur hafi greitt 400 milljónir fyrir húsið. 

Húsið, sem stendur við Þernunes 6, í Arnarnesi var áður í eigu Bloom ehf. en það félag er í eigu Kristínar Björgvinsdóttur. 

Guðmundur Örn er kærasti Ragnhildar Sveinsdóttur sem býr á Spáni en synir hennar eru að gera gott mót á knattspyrnuvellinum. Ragnhildur var áður gift Eiði Smára Guðjohnsen fótboltamanni. 

mbl.is