Frábærar fréttir fyrir fagurkera! 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Verslunin Epal opnaði glæsilega verslun í Smáralind í gær. Þar er að finna frábært úrval af vandaðri hönnunarvöru frá vörumerkjum eins og Ferm Living, Hay, Frederik Bagger, By Lassen ásamt góðu úrvali af barnavörum frá Sebra ásamt mörgum öðrum vinsælum vörumerkjum sem hönnunarunnendur elska. 

„Epal fagnar í ár 46 ára starfsafmæli sínu en frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að kynna góða hönnun og bjóða viðskiptavinum Epal þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum og víðar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir fagurkera,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdarstjóri Epal. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál