Rammaði inn notað tyggjó frá Celine Dion

Tónlistarkonan Adele og tyggjó Celine Dion, innrammað.
Tónlistarkonan Adele og tyggjó Celine Dion, innrammað. Samsett mynd

Tónlistarkonan Adele á sér marga aðdáendur. Adele sjálf er hins vegar mikill aðdáandi söngkonunnar Celine Dion, jafnvel hennar stærsti aðdáandi því hún er með notað tyggjó frá söngkonunni innrammað á vegg heima hjá sér. 

Tímaritið Vogue fékk að líta inn til söngkonunnar og spyrja hana 73 spurninga. Þar sýndi Adele meðal annars tyggjóið og sagði söguna af því hvernig það rataði á vegginn hjá henni. 

„James Corden, sem er vinur minn en gerir líka Carpool Karaoke-þættina sem ég fór í, fór á rúntinn með henni. Hann vissi hversu mikill aðdáandi ég er þannig að hann bað hana að setja tyggjóið sitt í pappír og lét svo ramma það inn fyrir mig,“ sagði Adele. 

mbl.is