Guðbjörg keypti lúxusíbúð við Austurhöfn

Hjónin Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Guðjónsson.
Hjónin Guðbjörg Sigurðardóttir og Ottó Guðjónsson.

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur fest kaup á 175 fm íbúð við Bryggjugötu 2. Smartland greindi frá því á dögunum að einbýlishús hennar við Ægisíðu 80 væri komið á sölu en þar hefur hún búið ásamt eiginmanni sínum, Ottó Guðjónssyni, lýtalækni. 

Guðbjörg hefur næmt auga fyrir fegurð og því kemur ekki á óvart að hún hafi fallið fyrir íbúð á þessum glæsilega stað. Íbúðirnar við Austurhöfn hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum en um miklar lúxusíbúðir er að ræða eins og lesendur Smartlands fengu að kynnast í fyrra: 

Stigagangurinn í íbúðunum við Austurhöfn er afar sérstakur en Smartland greindi frá því að Siggi Odds hefði hannað glæsilegt speglalistaverk í anddyri hússins. 

mbl.is