Langaði að dreifa töfrunum yfir svefnherbergið

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir rekur íslenska hönnunarfyrirtækið Ihanna home.
Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir rekur íslenska hönnunarfyrirtækið Ihanna home. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensku hönnunarmerkin Ihanna home og Urð sameina krafta sína í glænýrri vörulínu sem inniheldur rúmföt og ilmkerti. Vörulínan samanstendur til að byrja með af bómullarsatín rúmfötum frá Ihanna home í þremur fallegum og mjúkum litum ásamt dásamlegu ilmkerti frá Urð sem ilmar af blöndu af appelsínu, við, musk og patsjúlí. 

„Þegar Epal kom til mín með þá hugmynd um að ég hannaði rúmföt fyrir þau var óskin að þau væru klassísk, falleg og á sama tíma hlýleg og notaleg. Þessar óskir voru því hafðar að leiðarljósi bæði þegar kom að munsturgerðinni og litavali. Epal er þekkt fyrir að selja gæðavörur og góða hönnun og þegar maður kaupir vörur í Epal eða fær að gjöf getur maður gengið að því vísu að varan sé vönduð og muni endast vel og lengi. Vörumerkið Epal er bæði sterkt og þekkt og fyrir mér er hringurinn í EPAL merkinu áhrifamikill. Ég ákvað því að vinna með hringformið í munstrinu og dreifa því yfir sængurverið í mismunandi stærðum til að gefa mjúka og hlýlega hreyfingu í munstrið. Mig langar til að dreifa Epal töfrum yfir svefnherbergið, sængurverið og draumana sem eru í vændum,“ segir Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður og eigandi Ihanna home. 

Lesendur Smartlands þekkja Ingibjörgu Hönnu en fyrir ári síðan var hún gestur í Heimilislífi: 

Ihanna home og Urð sameina krafta sína í nýrri línu …
Ihanna home og Urð sameina krafta sína í nýrri línu sem fæst í Epal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál