Jóhanna Helga og Geir selja í Mosó

Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason eru að flytja.
Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason eru að flytja. Skjáskot/Instagram

Jóhanna Helga Jensdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og Geir Ulrich Skaftason hafa sett íbúð sína við Gerplustræti í Mosfellsbæ á sölu. Um er að ræða 81 fermetra íbúð með 18 fermetra suðursvölum. Ásett verð er 54,9 milljónir. 

Jóhanna Helga og Geir eru með stílhreinan stíl sem fær að njóta sín í bjartri og fallegri íbúðinni. Parið eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra en þau hafa greinilega nostrað við barnaherbergi dóttur sinnar. 

Jóhanna Helga hefur gert það gott að undanförnu. Hún er vinsæll áhrifavaldur á Instagram. Hún og vinkona hennar, áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir, byrjuðu einnig með raunveruleikaþáttinn #Sam­starf í haust á Stöð 2. Þar fara þær Sunn­eva og Jó­hanna út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og vinna alls kon­ar störf sem þær hafa ekki sinnt áður. 

Af fasteignavef mbl.is: Gerplustræti 8

mbl.is