Ásdís selur íbúðina með gulu efri skápunum

Ásdís Olsen hefur sett íbúðina sína við Óðinsgötu á sölu.
Ásdís Olsen hefur sett íbúðina sína við Óðinsgötu á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Ásdís Olsen fjölmiðlakona og núvitundarkennari hefur sett íbúð sína við Óðinsgötu á sölu. Um er að ræða 95 fm íbúð sem er í húsi sem byggt var 1918. Íbúðin er á tveimur hæðum og fær gamli stíllinn að njóta sín í íbúðinni. 

Í eldhúsinu er nýleg innrétting en gömlu eldhússkáparnir fengu að halda sér og er búið að mála þá gula. Neðri skáparnir eru úr IKEA og er tangi í eldhúsinu sem gerir rýmið skemmtilegt. Í eldhúsinu er til dæmis pláss fyrir sófa sem býður upp á mikla möguleika. 

Gömul gólfborð eru á íbúðinni og fallegir gluggar í stíl við aldur hússins. Stíllinn á heimilinu er hlýlegur og notalegur. 

Af fasteignavef mbl.is: Óðinsgata 11 

mbl.is