Einstakt fjölskylduhús á besta stað í Reykjavík

Við Austurgerði í Reykjavík er að finna einstakt einbýlishús sem byggt var 1970. Húsið er 264 fm að stærð og á tveimur hæðum. 

Búið er að endurnýja húsið mikið en í því hefur verið skipt um eldhúsinnréttingu og baðinnréttingar svo eitthvað sé nefnt. 

Eldhúsið er opið inn í stofu en þó ekki galopið því lítill veggur aðskilur það frá stofu. Innréttingar í eldhúsi eru úr dökkum við og var skipt um borðplötur 2019 og settur kvarts-steinn. 

Í húsinu eru afar falleg húsögn sem eru mikið stofustáss. Góður andi er í húsinu en þar er ekki verið að ofhlaða dóti heldur á hver hlutur sinn stað og fær að njóta sín. Hvítu hillurnar í stofunni eru til dæmis mikil prýði enda raðað fallega í þær. 

Eins og sést á myndunum býr mikið smekkfólk í húsinu sem kann að gera fallegt í kringum sig. 

Af fasteigavef mbl.is: Austurgerði 3

mbl.is