Ástráður og Eyrún selja þriggja hæða glæsihús

Ástráður Haraldsson héraðsdómari og Eyrún Finnbogadóttir hafa sett glæsihöll sína við Laugarásveg á sölu. Um er að ræða 336 fm einbýli sem byggt var 1953.

Hjónin festu kaup á hluta hússins 2015 eða 217 fm íbúð en 2018 bættu þau við annarri íbúð í húsinu og eiga allt húsið. 

Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og býr yfir töfrum hans arkitektúrs. Bláu og gulu litirnir eru til dæmis áberandi á húsinu að utan og fara vel við hinn klassíska hvíta lit. 

Að innan er húsið einstaklega fallegt en það prýða einstakar innréttingar og stíllinn vandaður. Húsið minnir töluvert á fyrra heimili hjónanna en Smartland greindi frá því 2015 þegar þeirra fyrra heimili í Vesturbænum fór á sölu. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarásvegur 51 

mbl.is