Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð landsins

Nýju íbúðirnar við Austurhöfn eru lúxusíbúðir og verðið í samræmi …
Nýju íbúðirnar við Austurhöfn eru lúxusíbúðir og verðið í samræmi við það. mbl.is/Arnþór Birkisson

Félag hjónanna Kesöru Margrétar Jónsson og Friðriks Ragnars Jónssonar, K&F ehf., hefur fest kaup á einni dýrustu íbúðinni við Austurhöfn að því er fram kemur á vb.is. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega var greitt fyrir íbúðina. Kesara Margrét er einnig skráð fyrir einu dýrasta einbýlishúsi borgarinnar sem nú er á sölu.

Kesara Margrét er prófessor í grasa- og plöntuerfðafræði en Friðrik Ragnar er verkfræðingur og forststjóri. 

Íbúðin við Austurhöfn er 337 fermetra þakíbúð við hlið Hörpu og er útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. íbúðin er sú næststærsta af lúxusíbúðunum við Austurhöfn og er sögð koma fullbúin undir innréttingar. Fram kom í Viðskiptamogganum í apríl að dýrasta íbúðin kostaði um hálfan milljarð íslenskra króna. Ekki er ólíklegt að íbúð Kesöru Margrétar og Friðriks nálgist þá upphæð enda aðeins 17 fermetrum minni en stærsta þakíbúðin sem er á sömu hæð. 

Við Bryggjugötu. Mikið útsýni er yfir höfnina frá þessari horníbúð …
Við Bryggjugötu. Mikið útsýni er yfir höfnina frá þessari horníbúð sem kostar hálfan milljarð. Neðar í húsinu er sýningaríbúð á 249 milljónir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kesara Margrét er skráð fyrir glæsilegu einbýlishúsi á Öldugötu 16 sem er á sölu. Það vakti athygli í byrjun mánaðarins þegar ViðskiptaMogginn greindi frá því að fasteignasalan Sotheby's International Realty í Svíþjóð væri með húsið á sölu á alþjóðlegum markaði. Ásett verð á Öldugötu 16 er 4,2 milljónir dollara, um 550 milljónir króna.

Fasteignavefur mbl.is: Öldugata 16

mbl.is