Ekki rústa öllu áður en þú flytur inn

Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen hefur hannað fjöldann allan af heimilum og veit hvað ber að varast þegar fólk kaupir fasteign. Í samvinnu við fasteignasöluna Remax gefur hún góð ráð fyrir fólk sem hyggst flytja, stendur í flutningum eða er nýflutt. 

Berglind segir að það skipti máli að fólk máti sig í rýminu áður en það fer að rústa öllu. Fólk þurfi að vita nákvæmlega hvað það vill áður en það fer að gera breytingar. 

„Þegar fólk kaupir fasteign skiptir máli að halda í karakterseinkenni,“ segir Berglind og segir að heimili þurfi að endurspegla fólk og þarfir þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál