Hálfdan þefar uppi réttu hlutina og býr til töfraheima

Hálfdan Pedersen hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína og vinnur …
Hálfdan Pedersen hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína og vinnur um þessar mundir að stóru hönnunarverkefni í Kaliforníu.

Hálfdan Pedersen fer óvenjulegar leiðir í innanhússhönnun sinni og leitar uppi gamla muni til gefa húsnæði góða sál. 

Nýtt kennileiti er risið við þjóðveginn og streyma sælkerar landsins í Mjólkurbúið á Selfossi sem innréttað hefur verið sem mathöll og eitt allsherjarmatarmenningarhús. Þar er að finna hvorki meira né minna en átta veitingastaði, tvo bari, og skyrsýningu en byggingin var smíðuð eftir teikningum og myndum af gamla Mjólkurbúi Flóamanna sem Guðjón Samúelsson hannaði.

Það þótti mikilvægt að hafa góðan samhljóm á milli útlits hússins og hönnunar innanrýmisins, en á sama tíma þurftu allar innréttingar að fullnægja ströngustu kröfum um loftræstingu, hljóðvist, eldvarnir og hreinlæti.

Það féll í hlut Hálfdanar Pedersens að leysa þetta krefjandi verkefni en Hálfdan hannar undir merkjum Baulhus sem hann rekur í samvinnu við Þórð Orra Pétursson ljósahönnuð.

Hálfdan á meðal annars heiðurinn af innanhússhönnun Geysisverslananna, veitingastaðarins Dill, Pablo Discobar, Kex Hostel í Reykjavík og Kex Hotel í Portland. Þeir sem þekkja handbragð Baulhus vita að framkvæmdaaðilar völdu hárrétta stofu en Hálfdan hefur mótað þróað stíl sem byggir m.a. á því að leita uppi og endurnýta gamlar innréttingar og tengja saman nútíð og fortíð.

Baulhus hannaði rými Íseyjarskyrbarsins í kjallarra hússins, vínbarinn í risi byggingarinnar, og það rými sem lagt er undir Mathöllina. Segir Hálfdan að fyrir þessa merkilegu byggingu, á þessum mikilvæga stað, yrði það að heppnast vel að búa til góða sál í húsnæðinu.

Mathöllinn þykir bæði falleg og notaleg, með óþvingað yfirbragð.
Mathöllinn þykir bæði falleg og notaleg, með óþvingað yfirbragð. Claudio Nunes

Með útsendara um allan heim

Hönnunarferlið hjá Hálfdani er óhefðbundið að því leyti að hann rígheldur ekki í það sem teiknað hefur verið á blað heldur aðlagar og breytir í takt við þá gömlu muni sem hann finnur hjá sérhæfðum seljendum um víða veröld. „Úti í heimi er það yfirleitt þannig að þegar stór hús eða gamlar verksmiðjur eru rifnar þá er slegist um réttinn á að fjarlægja úr þeim hvers kyns verðmæti. Þetta geta verið gamlar innréttingar og innanstokksmunir, hurðir, bjálkar og timbur, stálgrindur og gamlar vélar, eða flísar af veggjum og gólfum. Hönnuðir nýta síðan þessa muni á nýjum stað, til að skapa útlit sem ekki væri hægt að framkalla með því einfaldlega að innrétta með húsgögnum og gólfefnum úr bæklingi,“ útskýrir Hálfdan.

Að þefa uppi réttu gripina getur verið heilmikil vinna og hefur Hálfdan t.d. stundum gripið til þess ráðs að halda af stað á pallbíl og þræða á milli stórra vöruhúsa og fornmunaverslana til að finna það sem hann leitar að. Smám saman hefur Hálfdani tekist að byggja upp öflugt tengslanet seljenda sem hafa skynbragð á hvað það er sem hann sækist eftir og hjálpa honum að finna rétta hráefnið í þá „leynisósu“ sem innanhússhönnunarverkefni hans kalla á.

Arkitektúr og innanhússhönnun vinna einkar vel saman í Mathöllinni.
Arkitektúr og innanhússhönnun vinna einkar vel saman í Mathöllinni. Claudio Nunes

Flísar sem faðma súlurnar

Þetta ferli krefst þess að verkkaupinn treysti hönnuðinum fullkomlega.

„Við gerum teikningar sem gefa nokkuð góða hugmynd um þau form og ásýnd sem við stefnum að en hengjum okkur ekki í smáatriðin og leyfum hönnunarferlinu að flæða og hugmyndinni að halda áfram að þróast. Kannski rekumst við á fallegan bekk eða skemmtilega stóla sem falla vel að þeirri sýn sem við höfum fyrir rýmið og aðlögum við þá hönnunina í samræmi við það,“ segir Hálfdan til útskýringar og bætir við að Sigtún þróunarfélag, sem á heiðurinn að nýja miðbænum á Selfossi, hafi skilið þessi vinnubrögð frá fyrsta degi.

Hálfdan vildi að innréttingarnar hefðu greinilega skírskotun til þeirrar starfsemi sem fór fram í Mjólkurbúi Flóamanna á sínum tíma og gat hann fundið innblástur í gömlum ljósmyndum úr húsinu. En á sama tíma varð hönnunin að falla að þörfum nýrra íbúa hússins og finna rétta jafnvægið á milli hins kalda og hreina iðnaðarumhverfis mjólkurvinnslunnar og þess hlýja og notalega umhverfis sem fólk vill upplifa á veitingastað. „Hvítar flísarnar leika mikilvægt hlutverk í hönnuninni og hafa sterka skírskotun til mjólkurbúsins, en ef að er gáð má sjá að flísarnar beygjast utan um horn og króka sem gefur þeim meiri mýkt. Er þetta smáatriði sem sumir hafa eflaust tekið eftir í búningsklefum Sundhallar Reykjavíkur en flísalagning af þessu tagi er vandfundin í dag og vorum við lengi að finna framleiðanda sem átti til þær flísar sem við vorum að leita að.“

Greinin birtist upphaflega í sérblaði um nýjan miðbæ á Selfossi 18. nóvember.

Smáatriðin geta skipt miklu máli. Val og frágangur á flísum …
Smáatriðin geta skipt miklu máli. Val og frágangur á flísum vísar til starfseminnar í mjólkurbúinu. Eggert Jóhannesson
Með því að endurnýta gamla muni fær rýmið þroskaða sál.
Með því að endurnýta gamla muni fær rýmið þroskaða sál. Sigtún
Vínbarinn í risinu hefur á sér virðulegt yfirbragð.
Vínbarinn í risinu hefur á sér virðulegt yfirbragð. Hákon Davíð Björnsson
Hver veitingastaður þarf að hafa sína sérstöðu án þess að …
Hver veitingastaður þarf að hafa sína sérstöðu án þess að raska heildarmyndinni. Claudio Parada Nunes
Aðalrými byggingarinnar tekur vel á móti fólki.
Aðalrými byggingarinnar tekur vel á móti fólki. Eggert Jóhannesson
Það hefur verið mikið líf í Mathöllinni frá því húsið …
Það hefur verið mikið líf í Mathöllinni frá því húsið opnaði. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál