Lúxusíbúðin kostaði 480 milljónir

Nýju íbúðirnar við Austurhöfn eru lúxusíbúðir og verðið í samræmi …
Nýju íbúðirnar við Austurhöfn eru lúxusíbúðir og verðið í samræmi við það. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fé­lag hjón­anna Kes­öru Mar­grét­ar Jóns­son og Friðriks Ragn­ars Jóns­son­ar, K&F ehf., greiddi 480 milljónir fyrir lúxusíbúð við Austurhöfn. Um er að ræða fokhelda þakíbúð sem er 337 fermetrar að stærð. Vb.is greindi fyrst frá kaupverðinu. 

Fermetraverð íbúðarinnar er rúmlega 1,4 milljónir króna. Íbúðin var auglýst til sölu án innréttinga og er gert ráð fyrir að hjónin Kes­ara Mar­grét, pró­fess­or í grasa- og plöntu­erfðafræði, og Friðrik Ragn­ar, verk­fræðing­ur og for­­stjóri, eigi eftir að greiða dágóða summu til viðbótar fyrir innréttingar á íbúðinni sem er sú næststærsta af lúxusíbúðunum við Austurhöfn. 

Kes­ara Mar­grét er einnig skráð fyr­ir glæsi­legu ein­býl­is­húsi á Öldu­götu 16 sem er á sölu. Það vakti at­hygli í byrj­un mánaðar­ins þegar ViðskiptaMogg­inn greindi frá því að fast­eigna­sal­an Sot­heby's In­ternati­onal Realty í Svíþjóð væri með húsið á sölu á alþjóðleg­um markaði. Ásett verð á Öldu­götu 16 er 4,2 millj­ón­ir doll­ara, um 550 millj­ón­ir króna.

Af fasteignavef mbl.is: Öldu­gata 16

mbl.is