169 milljóna einbýlishús í Vesturbænum með ríka sögu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ásvallagötu í Reykjavík er að finna afar sjarmerandi einbýlishús sem byggt var 1941. Húsið sjálft er 320 fm að stærð og hefur verið nostrað við það. 

Í eldhúsinu eru hvít sprautulökkuð innrétting sem er frekar nýleg. Lítið er um efri skápa í eldhúsinu, fyrir utan einn skápavegg, og fá léttar hillur að njóta sín. Fallegar viðarborðplötur eru í eldhúsinu en þar er líka fráleggsborð á hjólum sem hægt er að færa til eftir þörfum. Eldhúsið er opið inn í borðstofu þannig að birta úr norður og suður mætist í þessu rými. 

Inn af borðstofunni er stofa sem hefur að geyma falleg húsgögn. Það sem er gaman að sjá í húsinu er að handbragð fyrri tíma eins og á stigagangi og á innihurðum fær að njóta sín þótt búið sé að færa húsið til nútímans.  

Í húsinu er einnig búið að endurnýja baðherbergi og er sama stíllinn á þeim og í eldhúsinu. Baðkarið er til dæmis extra djúpt og notalegt. 

Eins og sést á myndunum er heildarmyndin á húsinu falleg og eiguleg. 

Af fasteignavef mbl.is: Ásvallagata 81

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is