Þórdís og Júlí Heiðar keyptu útsýnisíbúð

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson.
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson.

Leikkonan og Reykjavíkurdóttirin, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir,  og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson hafa fest kaup á glæsilegri útsýnisíbúð. Um er að ræða 115 fm íbúð á mjög góðum stað í Vesturbænum.  

Íbúðina keyptu þau af Jóni Gunnari Þórðarsyni framkvæmdastjóra Mussila og unnustu hans, Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttamanni á Bylgjunni. 

Húsið sjálft var byggt 1949 en úr íbúðinni er afar heillandi útsýni út á sjó en íbúðin er á efstu hæð í húsinu. Stórir gluggar prýða íbúðina. 

Smartland óskar þeim til hamingju með íbúðarkaupin! 

mbl.is