Kristín Þóra selur sögufrægt hús

Kristín Þóra Jónsdóttir.
Kristín Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tanntæknirinn Kristín Þóra Jónsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Miðstræti á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem húsið er til umfjöllunar á Smartlandi því það var áður í eigu Birtu Björnsdóttur hönnuðar og Jóns Páls listamanns. Þau seldu húsið þegar þau fluttu búferlum til Spánar. 

Húsið hefur tekið nokkrum breytingum eftir að Kristín Þóra festi kaup á því. Hún hefur næmt auga fyrir hreinum línum og hefur náð að sameina gamlan og nútímalegan stíl á sjarmerandi hátt. Húsið var byggt 1909 og býr yfir ríkulegri sögu. Það er 130 fm að stærð og er á þremur hæðum. 

Á miðhæðinni er inngangur, eldhús, stofa og borðstofa. Úr þessu rými er hægt að labba út í garð og loftar vel á milli rýma. Á efstu hæðinni eru svefnherbergi og baðherbergi en í kjallaranum er herbergi ásamt baðherbergi. 

Gólfin í húsinu eru lökkuð svört en flest allt annað er hvítmálað eins og veggir, gluggar, gólflistar og innihurðir. Stíllinn á heimilinu er smart og skemmtilegur. 

Af fasteignavef mbl.is: Miðstræti 3

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál