Högnuhúsið í aðalhlutverki í Ófærð 3

Sundlaugin í Brekkugerði 19 hefur vakið athygli í Ófærð.
Sundlaugin í Brekkugerði 19 hefur vakið athygli í Ófærð. Skjáskot/RÚV

Högnuhúsið í Brekkugerði 19 í Reykjavík spilar stórt hlutverk í þriðju þáttaröð af spennuþáttunum Ófærð sem sýndir eru nú á Ríkisútvarpinu. Þar vekur helst athygli sundlaugin í kjallara hússins en þar lætur greifinn Bergur úr sér líða reglulega.

Með hlutverk Bergs í þáttunum fer leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, en persóna hans virðist hafa komið sér vel fyrir í húsinu.

Brekkugerði 19 hefur reglulega ratað á síður Smartlands í gegnum árin, enda sérlega fallegt hús. Húsið er eitt þekktasta hús Högnu Sigurðardóttur sem var fyrsti kvenarkitekt Íslands. Það var byggt árið 1963 og er rúmir 300 fermetrar. 

Húsið rataði í góðar hendur á síðasta ári en þá festi Grandview ehf, félags Birgis Arnars Brynjólfssonar kaup á húsinu. Í viðtali við Smartland sagðist hann ætla að gera upp húsið og fyrr á þessu ári réði hann Haf-studio til að endurhanna húsið.

Sigurður Þór Óskarsson fer með hlutverk Bergs, sem býr í …
Sigurður Þór Óskarsson fer með hlutverk Bergs, sem býr í húsinu í Ófærð. Skjáskot/RÚV
Brekkugerði 19.
Brekkugerði 19. Ljósmynd/Sverrir Gunnlaugsson
mbl.is