Arnar Þór vill 179 milljónir fyrir Arnarneshöllina

Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson flytja af Arnarnesinu.
Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson flytja af Arnarnesinu. Ljósmynd/Stella Andrea

Lögmaðurinn Arnar Þór Stefánsson hefur sett heimili sitt og eiginkonu sinnar, verkefnastjórans Sunnu Jóhannsdóttur, á sölu. Um er að ræða 364 fermetra einbýlishús á Arnarnesi en ásett verð er 179.000.000 krónur. DV greindi fyrst frá. 

Arnar er einn eigenda lögmannsstofunnar LEX en Sunna er verkefnastjóri hjá Íslensku óperunni.

Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Við það eru svo þrír pallar og við neðsta pall hússins er fullbúin tveggja herbergja íbúð með sérinngangi. 

Heimili þeirra Arnars og Sunnu er einstaklega fallegt en alrýmið er málað í fallegum gráum lit og eru loftin einnig máluð í sama lit. Aukin lofthæð í alrýminu setur stemninguna en rýmið er bjart og fallegt. Notalegur sólskáli er í húsinu en þar er meðal annars kamína. Einnig er saunaklefi í húsinu.

Fasteignamat hússins er 109.300.000 en ásett verð er 179.000.000 krónur.

Af fasteignavef mbl.is: Þrastanes 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál