Elísabet Ásberg selur höllina

Elísabet Ásberg hefur sett einbýlishús sitt á sölu.
Elísabet Ásberg hefur sett einbýlishús sitt á sölu. mbl.is/Rósa Braga

Listamaðurinn Elísabet Ásberg hefur sett glæsihýsi sitt í Kópavogi á sölu. Um er að ræða 231 fm einbýli sem byggt var 2004. 

Elísabet hefur sérstakan persónulegan stíl sem listamaður sem endurspeglast á heimili hennar. Í húsinu eru vandaðar innréttingar úr hnotu og þar kemur granít líka við sögu. Svarti liturinn er þó sigurvegari þegar kemur að litavali innanhúss. Svarti mætir hvítum og gráum á heillandi hátt. 

Í borðstofunni eru húsgögnin frekar rómantísk þar sem eru svartir borðstofustólar í rókókó-stíl með svörtu flauelsáklæði. Þeir fara vel við rómantískt borð og svarta leðursófann sem er í sama rými. 

Eins og sést á myndunum er stíllinn á húsinu smekklegur og fallegur. 

Af fasteignavef mbl.is: Faxahvarf 3

mbl.is