Sendiherra Frakklands býr vel á Íslandi

Sophie Laszlo.
Sophie Laszlo. mbl.is/Árni Sæberg

Sophie Laszlo, sendiherra Frakklands á Íslandi, heldur sérstaklega upp á jólamyndina frá árinu 2019, þegar áhugaverðum manni, sem ætlaði að vera einn á jólunum, var boðið í árlegt fjölskylduboð á ættarsetrinu. Fjölskylduboðið í ár verður á Íslandi, sem verður spennandi. 

Sophie Laszlo er nýtekin við sem sendiherra Frakklands á Íslandi. Hún hefur brennandi áhuga á íslenskri tungu, menningu, vísindum og nýsköpum og dreymdi lengi um að koma til landsins. Í ár fagnar hún sínum fyrstu jólum á landinu með fjölskyldunni í sendiherrabústaðnum á Skálholtsstíg.

„Ég elska jólin. Þau eru tími fjölskyldunnar í mínum huga. Hér áður hittumst við á fjölskyldusetrinu okkar sem er í 60 kílómetra fjarlægð frá París, í gömlu fallegu húsi þar sem 25 til 30 manns gátu komið saman á jólunum og varið tveimur dögum saman. Börnin sváfu í risinu og húsið ilmaði af viði og góðgæti sem ristað var í ofninum. Því miður er frænka mín sem átti fjölskyldusetrið fallin frá svo að þessu sinni verða jólin okkar á Íslandi. Fjölskyldan mín, átta til tíu manns, mun ferðast til landsins fyrir jólin og er ég mjög hamingjusöm með það,“ segir Laszlo.

Hvernig lýsir þú franskri jólahefð?

„Segja má að það séu tvær jólahefðir í Frakklandi. Önnur er þannig að áherslan er á jólamatinn á aðfangadagskvöld, 24. desember, en hin snýst um að halda hádegisverðinn á jóladag hátíðlegan.“

Hún segir Frakka sjálfstæða þegar kemur að jólamat og sé hver fjölskylda með sinn eigin sið.

„Sumir elska að bera fram lax, aðrir vilja hafa steik. Í okkar fjölskyldu er venjan að hafa steiktar rjúpur. Ég bý vanalega til jólabúðing að breskum sið, sem vinsæll er í Frakklandi á jólunum.“

Hún lýsir stemningunni á ættarsetrinu þannig að vanalega hafi verið dekkuð tvö langborð.

„Annað borðið var fyrir börnin og hitt fyrir fullorðna fólkið. Eldri börnin líta eftir þeim yngri. Við setjum jólasokka á arininn, eða í kringum jólatréð, og í okkar fjölskyldu mætir jólasveinninn árla morguns á jóladag, á meðan börnin eru ennþá í rúminu. Eins birtast gjafirnar óvænt undir trénu um nóttina aðfaranótt jóladags.“

Laszlo er sú eina í sinni fjölskyldu sem nýtur þess að fara í kirkju á jólunum.

„Ein jólin buðum við manni sem var einsamall í þorpinu að verja jólakvöldinu með okkur. Þetta var Túareg, maður frá Nígeríu, sem hefur að atvinnu að selja silfurskartgripi sem búnir eru til í þorpinu hans í Frakklandi yfir vetrartímann.

Hann mætti heim til okkar í flaksandi slopp með eitthvað sem líktist kórónu á höfðinu og mamma hrópaði óvænt upp yfir sig: „Jólasveinninn!“ Í raun líktist hann fremur einum af vitringunum. Á fjölskyldumyndinni frá árinu 2019 stendur því þessi undraverði maður, sem þakkaði guði sínum, Allah, fyrir að vera boðið í mat hjá franskri fjölskyldu um jólin.“

Hefur séð fallegar franskar vörur í verslunum landsins

Jólin snúast um fjölskylduna eins og fyrr segir, mat, að hafa það náðugt saman og skemmtilegar heimagerðar gjafir.

„Við erum vanalega með tónleika, sem unga fólkið í fjölskyldunni sér um, og eru þeir haldnir í húsi vina okkar sem eiga stærri hljóðfæri en við.“

Er eitthvað sem þig dreymir um í jólagjöf í ár?

„Besta jólagjöfin væri að sjá norðurljósin, því ég hef ekki ennþá séð þau. Það væri einstakt.“

Hvernig klæðir þú þig á jólunum?

„Ég kann að meta að klæðast hlýjum litum, svo sem rauðum, en ég hef ekki valið mér kjól ennþá til að klæðast um jólin.“

Manstu eftir frönskum vörum hér á landi sem gaman er að mæla með?

„Ég tel að frönsk gæsalifur (foie gras) eigi vel heima á jólaborðinu eða góður franskur ostur, sem dæmi góður geitaostur sem hægt er að borða einan og sér eða með öðru góðgæti. Franskir klútar eru alltaf viðeigandi, ilmvötn, eða fallegt bindi fyrir herrann. Ég hef fundið nokkrar áhugaverðar búðir á Laugavegi sem selja fallegar franskar vörur og kerti sem ilma dásamlega.“

Kaupa gjafir fyrir börn starfsmanna

Í Frakklandi er ekki hefð fyrir jólaboðum á skrifstofunni líkt og sjá má í kvikmyndum frá Bretlandi og Bandaríkjunum.

„Jólaboðin okkar snúast vanalega um fjölskylduna. Í sendiráðinu sem dæmi þá gefum við starfsfólkinu gjafir sem valdar eru fyrir börnin.“

Hvaða uppskrift mælirðu með fyrir jólin?

„Tarte Tatin er hefðbundinn franskur epla„tarte“-réttur sem er dásamlegur á jólunum og í raun allan ársins hring. Rétturinn er búinn til af tveimur systrum sem báru fjölskyldunafnið Tatin og raunverulegt nafn réttarins er „Tarte de demoiselles Tatin“. Allt á bak við þennan rétt er heilagt að mati Frakka og rétturinn er ekki hið dæmigerða eplapæ svo það sé tekið fram. Það er gaman að gera þennan rétt með börnunum. Hægt er að kaupa hann í verslunum í Frakklandi en hann er mun betri heimagerður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál