Bergþór og Laufey keyptu glæsihús í Arnarnesi

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir búa nú saman á …
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir búa nú saman á Akranesi en hafa nú fest kaup á glæsihúsi í Arnarnesi.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins festu kaup á glæsihúsi Arnars Þórs Stefánssonar lögmanns á LEX. Hann hefur búið í húsinu ásamt eiginkonu sinni og börnum en hann festi kaup á húsinu 2014.

Húsið er í Arnarnesinu í Garðabæ og er 364 fm að stærð. Ásett verð var 179 milljónir en fasteignamat er um 120 milljónir. Það er hlýlegt að innan og málað í hólf og gólf í gráum lit sem fer vel við parket og aðrar innréttingar. Í kringum húsið er myndarlegur garður með heitum potti og góðri sólbaðsaðstöðu. 

Það ætti ekki að fara illa um Bergþór og Laufeyju Rún í húsinu enda hátt til lofts og vítt til veggja. Parið á von á sínu fyrsta barni saman á þessu ári en hann átti barn fyrir. Parið hefur búið í húsi Bergþórs á Akranesi upp á siðkastið en á dögunum setti Laufey Rún íbúð sína í 101 Reykjavík á sölu eins og Smartland greindi ítarlega frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál