Fullkomið heimili fyrir þá sem elska matinn á Lauga-ás

Við Laugarásveg 1 í Reykjavík er að finna afar vandaða 107 fm íbúð sem búið er að hlúa vel að. Húsið sjálft var byggt 1959 og hefur íbúðin verið endurnýjuð mikið. Allt skipulag á íbúðinni er gott og er eldhúsið til dæmis mjög smekklega hannað. Þar er svört innrétting í forgrunni ásamt ásamt fallegum flísum.

Í íbúðinni er notaleg hjónasvíta með fataherbergi. Það sem er þó líklega allra best við þessa íbúð, fyrir utan skipulag og birtu, er að veitingastaðurinn Lauga-ás er í sama húsi. Staðurinn hefur verið eins frá upphafi og lifað af allar tískubylgjur í matargerð.

Af fasteignavef mbl.is: Laugarásvegur 1 

mbl.is