Keyptu 127 milljóna glæsihús

Steindi og Sigrún Sig.
Steindi og Sigrún Sig. Styrmir Kári

Sigrún Sigurðardóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson festu kaup á glæsilegu húsi við Litlakrika í Mosfellsbæ. 

Húsið er 264,9 fm að stærð og var byggt 2012. Það er afar glæsilegt og er á einni hæð. Að utan er húsið reisulegt með fallegum garði. Sigrún og Steinþór greiddu 127 milljónir fyrir það.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi og svo eru eldhús og stofa í samliggjandi rými.

Parið bjó áður í raðhúsi í Mosfellsbæ sem þau settu á sölu á síðasta ári. Síðan þau festu kaup á húsinu hafa staðið yfir nokkrar framkvæmdir eins og gengur og gerist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »