Einbýlishús Jóhönnu Guðrúnar selt

Söngkonan Jóhanna Guðrún hefur selt einbýlishús sitt í Hafnarfirði.
Söngkonan Jóhanna Guðrún hefur selt einbýlishús sitt í Hafnarfirði.

Einbýlishús Jóhönnu Guðrúnar söngkonu og fyrrverandi eiginmanns hennar, Davíðs Sigurgeirssonar, er selt. Húsið er í Hafnarfirði og er 302 fm að stærð. Ásett verð var 114 milljónir en fasteignamat 113 milljónir. 

Húsið er tvílyft, vel skipulagt og með tvöföldum bílskúr. Smartland sagði frá því á dögunum þegar húsið fór á sölu. 

Kaupendur hússins eru Louie Ishii og Rebekka Ólafsdóttir og fá þau það afhent 1. mars 2022.

mbl.is