Risastór glæsiíbúð í Hafnarfirði

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Við Glitvelli í Hafnarfirði er að finna 195 fm efri hæð í húsi sem byggt var 2007. Þessi efri hæð er reyndar á tveimur hæðum og státar af góðu skipulagi og fínni herbergjaskipan.

Yfirbragðið á íbúðinni er létt og fallegt. Stórar flísar eru á gólfum neðri hæðar og eru veggir málaðir í ljósgráum lit. Stofa og eldhús eru saman í góðu flæði þar sem hver hlutur á sinn stað. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með fulningahurðum. Í eldhúsinu er tangi og gaseldavél. Gott skápapláss og gott vinnupláss einkenna eldhúsið og ekkert óþarfa prjál að þvælast fyrir. Í þessu rými er pláss fyrir hringlaga eldhúsborð. 

Hjónaherbergið er smekklega innréttað með góðri lýsingu. Í hjónaherberginu er risastór skápaveggur sem státar af góðu skápaplássi. Baðherbergið er líka skemmtilegt með ljósri innréttingu og tveimur vöskum. 

Eins og sjá má á myndunum eru smekklegheitin allsráðandi í þessari rúmgóðu íbúð í Hafnarfirði. 

Af fasteignavef mbl.is: Glitvellir 3

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is