Andrea Róberts selur Garðabæjarhöllina

Andrea Róbertsdóttir.
Andrea Róbertsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA hefur sett einstaklega huggulegt einbýlishús sitt við Hvannalund í Garðabæ í sölu. 

Um er að ræða 162 fm einbýlishús sem byggt var 1973. Húsið er á einni hæð og vel skipulagt. Andrea hefur alltaf verið góð í því að gera fallegt í kringum sig en þegar hún var yngri vann hún við það að gera upp íbúðir og selja. 

Í eldhúsinu er innrétting úr eik, ljós borðplata og flotuð gólf og fer flotaða gólfið fram á gang en í stofunni er parket.

Heimili Andreu og fjölskyldu hennar er búið fallegum klassískum húsgögnum frá dönsku meisturunum eins og Arne Jacobsen og Poul Henningsen svo einhverjir séu nefndir. Veggir eru sumir dökkgráir sem fer vel við húsmuni, innihurðir og fataskápa. 

Eins og sjá má á myndum fasteignavefsins er einstaklega huggulegt um að litast. 

Af fasteignavef mbl.is: Hvannalundur 15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál